Áhrif ljóss og lita

Sviðsmynd nútíma íbúðar í Búkarest.

Hér er mjög tæknivædd íbúð sem er knúin margbrotnum ljósaútbúnaði til að skapa mismunandi stemmingu eða sviðsmynd. Annars vegar kemur náttúruleg birta inn um glugga íbúðarinnar, hins vegar eru gluggatjöld og önnur tjöld búin ljósabúnaði sem sýnir áhrif sviðsmyndar. Að lokum er annar ljósabúnaður sem leikur með mismunandi, liti, skugga og tóna. Íbúðin getur verið opin og björt og notið birtunnar utandyra en svo getur hún lokað sig af og leikið sér með lýsingu og liti hins flókna ljósabúnaðar sem skapar margbreytilegt andrúmsloft.

Hér eru nokkrar flottar myndir af íbúðinni.

space-very-versatile-Scenographyartificial-lighting-systems-Scenographycurtains-and-draperyes-Scenographydirectly-or-filtered-Scenographynumerous-lighting-systems-Scenographyplaying-with-colours-Scenographyshadows-and-shades-Scenographyspecial-atmospheres-Scenography

 


Sérstakur veitingastaður í Las Vegas

Beijing Noodle No. 9 er einn áhugaverðasti veitingastaður í Las Vegas. Inngangurinn er skreyttur með gríðarstórum fiskabúrum, sem gefa strax til kynna þá sérstöku upplifun sem maður verður fyrir þegar innar er komið. Arabíska hvíta munstrið sem þekur allan staðinn og pastel litatónarnir hafa yfirþyrmandi sterk áhrif en í leið sýna þau hversu minimalískur staðurinn er. Þetta er sennilega einn af sértækustu veitingahúsum veraldar. Hann er hannaður af  Design spirits co., ltd .

beijing-restaurant-01beijing-restaurant-02beijing-restaurant-03beijing-restaurant-04beijing-restaurant-05beijing-restaurant-06


Máttur hillunnar

Hillur gegna ekki eingöngu hlutverki geymslu bóka og fleiri hluta heldur eru þær oft á tíðum hið mesta stáss og augnakonfekt. Þær eru líka oft punkturinn yfir i-ið við lok hönnunar á rými. Það eru ótal útfærslur til á hillum, eftir lögun, litum og efnum. Hér eru nokkur flott sýnishorn og munið að flest allt má láta smíða fyrir sig án nokkurra vandkvæða;)

Fyrsta myndin sýnir fallega hvíta hillu með gler rennihurðum sem hægt er að draga fyrir og frá. Þriðja myndin sýnir hillu þar sem upphafspunktur hönnunar hefur verið hjartalínurit, skemmtileg útfærsla það. Á mynd nr. 4 sjáum við hillu sem vísar í bókstafinn X og út úr því myndast misstór rými fyrir misstóra hluti. Á síðustu myndinni sjáum við hillu sem líkist geitungabúi og er gerð úr marmara, aha þið lásuð rétt, Marmara! Hvernig hægt er að færa þessa á milli rýma er ofar mínum skilningi. Skemmtileg hugsun samt sem áður:)3680693740_002500fa76_omodern-interior-inspiration-from-former-550x299picture-112-400x233Unique-bookcase-designshelf200difshelving


Fallegt og fágað

ScreenCaptures1601wall-mural-2INTERI~1

Grátt, silfur og koparlitt er flottur kostur fyrir þá sem eru minna litaglaðir. Útskornir speglar og myndarammar ásamt veglegum ljósakrónum skapa skemmtilegt andrúmsloft sem minnir okkur á hinn fallega rókokóstíl. Á mynd nr. 2 ,þar sem í fyrstu virðist vera stór gluggi,er búið að hengja efni á vegg og spegil þar yfir. Þetta getur oft komið mjög vel út.

Mjög kósý er að klæða heimilið með hlýjum ullarpúðum og teppum í vetrarkuldanum. Það ætti ekki að vera erfitt fyrir allar prjónakonur landsins að prjóna nokkur stykki púða áklæði í fallegum gráum tónum til að skreyta sófa og stóla með:)

bobedre__12_tekstiler


Bleikt, bleikt, bleikt

Nú er svart/hvíti stíllinn að renna sitt skeið á enda og eru litir að koma sterkir inn í hönnun. Þykk, litrík gluggatjöld, veggfóður, húsgögn í fallegum, jafnvel sterkum litum er að verða nokkuð áberandi. Á vafri mínu um internetið skoða ég mikið það sem er nýjast að koma inn og þá finnst mér fjólublátt, turkís og jafnvel bleikt vera mjög áberandi. Ég ætla að láta fylgja hér nokkrar HRIKALEGA flottar myndir af mjög svo flottum rýmum þar sem bleiki liturinn fær heldur betur að njóta sín:)100_0778 (3)ds

Sjáiði bara flotta, bólstraða sófann.;)lizzie carney  bedroom charcoal pink country living magazine october 2010 via flickrtravel-extreme-hotel-design-article-1wall-mural-2443551_0_8-8401-modern-kitchenDecorating-Color-Trends-2010-3


Litir krydda tilveruna

Ég rakst á þessa fallegu íbúð á netinu, og langar að deila henni með ykkur. Hún er staðsett í Kuala Lumpur. Hún er eins og tákn um hreinleika, hvít umgjörðin en smáatriðin krydduð með fallegum litum. Njótið:) 

 

 

IMG_0395IMG_0490IMG_0606IMG_0609IMG_0622IMG_0682


Flott hönnun - Vínrekkar

5244_750x450Eitt af mínum uppáhalds viðfangsefnum eru vínrekkar. Þeir fást í hinum ýmsu myndum út úr búð en svo er hægt að hanna ýmsar útfærslur sem geta oft komið mjög skemmtilega út.

Hér á myndinni til hliðar er t.d búið að útbúa hálfgerðan skúlptúr inní vegg úr gleri og svo er flöskunum stungið inní.  Svo er glerhurðin dregin til hliðar til að nálgast flöskurnar. Rosalega töff hugmynd og þó að flöskurnar séu í lokuðu "rými" eru þær vel sjáanlegar og hægt er að eyða dágóðum tíma í að velja sér vín án þess að opna skápinn.

 

imagesCA77KFSJHér erum við aftur á móti með allt aðra hugmynd, WineM hafa hannað þennan frábæra rekka og hann er ekki af verri endanum.  Flöskurnar eru staðsettar í hólf sem eru lýst upp með LED lýsingu. Ljósin eru forrituð þannig að hægt er að biðja um vín eftir t.d löndum eða þrúgum eða jafnvel eftir því hvernig þau passa með mat. Þá er hver flokkur forritaður við hvern lit á ljósi. Ef þú vilt t.d vín frá Ástralíu þá kvikna t.d græn ljós í þeim hólfum sem þau vín eru geymd! Svona er tæknin orðin og svo er þetta bara svo cool:)

 

 

370x700_fitbox-010Að lokum er hér aðeins einfaldari en mjög flott hugmynd.


Sniðugar jólagjafir

tafla á veggEflaust eru margir sem vantar góðar hugmyndir að jólagjöfum þetta árið.  Ég hef sjálf verið í hálfgerðum vandræðum og oft á tíðum frekar hugmyndasnauð.  Þá mundi ég allt í einu eftir einu sem er bara þrælsniðugt fyrir hver sem er.  Það eru sjálflímandi krítar/tússtöflu límmiðar eins og sjást hér til hliðar.  Þetta er til í hinum ýmsu útfærslum , t.d sem landakort þar sem hægt er að merkja inná drauma áfangastaði. Það fylgja meira að segja krítar/töflutúss með. Hér er hægt að skilja eftir ýmis mikilvæg skilaboð fyrir annað heimilisfólk eða bara minna sjálfan sig á mikilvæga viðburði. Hver hefur ekki not fyrir svona, ég bara spyr?:)

P.s Þessi sniðuga gjöf fæst t.d í Litalandi, Borgartúni.


Húsgögn í barnaherbergið

untitledStafahúsgögn

Mér finnst þessi húsgögn eftir hönnuðinn Alessandro di Prisco, frábær í barnaherbergið. Þetta eru stafir og er hver stafur tákn fyrir hvert húsgagn. Þetta er ekki bara töff í útliti heldur hefur þetta líka fræðandi áhrif á barnið.

 

 

 

 

 

 


Jólahugleiðingar

Nú þegar aðventan er gengin í garð fara margir að huga að því að skreyta heimilin sín. Ég er ekki ein af þeim sem fylla húsið sitt af skrauti en samt finnst mér gaman að hafa virkilega fallegt jóladót í kringum mig. Hér eru hugmyndir af óhefðbundnum jólatrjám sem ég fann á vafri um netið og ætla að deila með ykkur.tnnnn

Á hægri mynd hafa bókunum í bókaskápnum einfaldlega verið raðað upp á nýtt svo þær mynda svona skemmtilegt tré.  Kannski ekki það allra jólalegasta en skemmtilegt samt sem áður:)

Svo er hér hugmynd að skreyta vegginn t.d með ýmsum myndum og skrauti og mynda úr því tré. 

tnnn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband