Fríkkað uppá á ódýran hátt.

Eflaust eru margir sem eru orðnir leiðir á eða langar að breyta og bæta íbúðirnar sínar en hafa ekki mikið fjármagn til þess. En málið er að það þarf ekki alltaf að kosta mikið og hægt er að gera ótrúlegar breytingar á íbúðum fyrir ótrúlega lítinn pening.  Þetta vita margir en fyrir þá sem vantar hugmyndir þá hef ég sett saman nokkra gagnlega punkta:

1. Eitt af því sem hefur hvað mest áhrif á breytt útlit íbúðar og kostar hvað minnst er MÁLNING. Nú til dags er hægt að mála næstum hvað sem er. Veggi, gólf, innréttingar, húsgögn og meira að segja baðflísar. Því er það góð byrjun þegar taka skal til hendinni að mála uppá nýtt.

2. Málverk eða myndir setja oft fallegan svip. Hægt er að prófa sig áfram og sletta litum á striga eða, eins og ég gerði, safna saman öllum málverkunum sem börnin okkar hafa gefið okkur og búa til listaverkavegg sem prýða þau. Hjá mér kom það mjög skemmtilega út.

3. Lýsing hefur ótrúleg áhrif og ekki þarf að fara lengra en í Ikea t.d til að fá hin fínustu ljós til að skapa gott andrúmsloft.  En það er alltaf jafn gaman að sjá ljós hjá fólki sem hefur góða sköpunargáfu og býr til ótrúlega flott ljós sjálft.

4. Breyta húsgögnum sem okkur finnst vera "out of style" eða við erum orðin leið á. Getum annað hvort málað þau eða leitast eftir bólstrara sem býður sanngjarnt verð í þá vinnu. Eða bæði. Getur gert kraftaverk. Ég er einmitt þessa dagana að mála ýmislegt, s.s bókaskáp, koju o.fl. bíður mín;) Mér finnst fátt skemmtilegra en að fara í Góða Hirðinn og leita að einhverju sem ég get breytt:)

5. Baðherbergin eru oft "out of date" og forljótar flísar, jafnvel með blómamynstri eyðileggja alla stemmingu. Það er vel hægt að fá sérstaka málningu til að kippa því í liðinn. Skipta um sturtuhengi, fá sér fallega lit handklæði og jafnvel kertastjaka og kerti í stíl. Svo er vel hægt að mála innréttingu og skipta um höldur. (Er einmitt á leiðinni að skoða höldur;)

6. Eitt af mikilvægustu rýmunum í húsinu er eldhúsið. Þar gilda sömu lögmál og á baðherberginu, mála, mála ,mála nú eða þá skipta um hurðar og skúffufronta án þess að losa sig við alla innréttinguna.

7. Gluggatjöld geta gert ótrúlegan gæfumun og ekki þurfa þau að kosta hönd og fót. Nú er mjög móðins að hafa þau frekar þykk og jafnvel í fallegum litum, hægt að fá þau á góðu verði og oft tilbúin í t.d rúmfatalagernum eða Ikea.

Það er sem sagt alveg hægt að hafa fínt án mikils kostnaðar, sniðugt að taka fyrir eitt rými hússins í einu ,þá þarf maður ekki að punga út fyrir öllu strax.

Hérna eru myndir af flottri íbúð sem hefur einmitt verið tekin í gegn á ódýran hátt, þessi finnst mér smart.Gemma-Ahern-Apartment-Renovation-1 Sérstaklega "bókaveggfóðrið"og bleika borðið.Gemma-Ahern-Apartment-Renovation-2Gemma-Ahern-Apartment-Renovation-3Gemma-Ahern-Apartment-Renovation-4Gemma-Ahern-Apartment-Renovation-5Gemma-Ahern-Apartment-Renovation-7Gemma-Ahern-Apartment-Renovation-8Gemma-Ahern-Apartment-Renovation-6


Flottur bílskúr

Er bílskúrinn fullur af drasli? Kemst bíllinn ekki einu sinni inn í hann?:)

Hér eru nokkur góð ráð til að bæta bílskúrinn:

1. Flokkið alla hluti og takið fyrst frá allt sem þið viljið eiga.  Svo er gott að flokka allt sem er nothæft en þið viljið ekki eiga heldur gefa. Restinni HENDIÐI!

2. Skipuleggið bílskúrinn eins og hvert annað rými í húsinu. Teiknið upp grunnmynd af skúrnum og sjáið fyrir ykkur hvar þið viljið geyma hvað og  munið að gera ráð fyrir geymsluplássi / hillum á veggjunum.

3. Málið veggi og gólf. Ef bílskúrinn er lítill er gott ráð að nota ljósa málningu, þá virkar hann stærri. En ef hann er rúmur þá endilega notið liti, það skapar oft stemmingu í annars óspennandi rými. Á gólfið er best að nota sterkt Epoxy lakk, það þolir mikið hnjask og gefur oft góðan gljáa sem gott er að þrífa.

4. Þekjið veggina með hillum og skápum eins og mögulegt er til að halda gólfinu auðu. Með því að geyma hluti í lokuðum umbúðum þá er komið í veg fyrir að þeir óhreinki og rykfalli. Munið að merkja allar umbúðir/kassa vel.

5. Takið ákvörðum um það hvaða hlutir eru mest notaðir og geymið þá sem næst hurðinni, s.s garðáhöld og þrifbúnað. Aðra árstíðarbundna  hluti er hægt að geyma innar eða hengja upp á vegg eða í loft. S.s hjól, skíði, veiðistangir o.þ.h. Gott ráð er að staðsetja sláttuvél undir hillu. Bílskúr

6. Sniðugt er að nota tómar glerkrúsir undir nagla, skrúfur o.þ.h smádót og merkja vel. Gott ráð er líka að skrúfa lokin undir hillu þannig að það sitji fast.

7. Ef sérstakt vinnusvæði er í skúrnum er gott að setja mýkra undirlag þar, t.d gúmmí-, eða plastmottur. Það er betra að standa langtímum saman á þeim en hörðu steypugólfinu.

 8. Ef bílskúrinn er það þröngur að hætta sé á að þú getir skellt hurðunum í veggina þegar þú opnar bílinn, er sniðugt að líma teppabúta á vegginn svo að hurðirnar rispist ekki ef þær rekast á vegginn. Þá er líka hægt að miða teppabútana við þá vegalengd sem bíllinn þarf að fara inn í skúrinn og minni hætta er á að honum sé lagt of nálægt bílskúrshurðinni og hún lokist á hann.

 

 


Pípulagningarör fá nýja þýðingu hjá Diesel í Tókyó

Það er svo gaman þegar jafn ómerkilegir hlutir og pípulagningar plaströr fá nýtt hlutverk. Þessi skemmtilega Diesel verslun í Tókyó er hönnuð á mjög skemmtilegan hátt. Þema hönnunarinnar er "Göngutúr í náttúrunni" þar sem búið er að mynda tré úr rörunum sem teygir anga sína um alla verslunina þannig að greinar þess þekja bæði loft og veggi. "Tréð" ásamt lýsingunni í versluninni gefa rosalega skemmtilega sýn á bæði viðargólfið og steypuveggi verslunarinnar og myndar flotta skugga. Þegar litið er til lofts, sem er svart á lit, gefa hvítar greinar "trésins" líka skemmtilegan contrast.suppose-design-diesel-denimdiesel-denim-gallerynature-factorystore-installationsuppose-desig

Vöruhúsi breytt í íbúð

Í Vancouver í Kanada hefur gömlu vöruhúsi frá árinu 1907, verið breytt í æðislega"loft" íbúð. Óskir ungu fjölskyldunnar sem húsið eignuðust, voru að breyta því úr gömlu vöruhúsi í nútímalega,  hlýlega og kósý íbúð.  Aðal áhersla við hönnunina var að útbúa 3 svefnherbergi í rýminu þar sem bein birta komst aðeins inn í hana á endunum. Lausnin varð sú að gera renniveggi sem hægt var að renna fyrir á kvöldin og mynda herbergi, en annars er íbúðin öll opin. Það flottasta við þessa íbúð er án efa dökkur stiginn sem sker sig úr í annars hvítu rýminu og viðar veggirnir sem umlykja svefnherbergin til að ná fram hlýlegum áhrifum.

inspiring-loft-design-1inspiring-loft-design-2inspiring-loft-design-3inspiring-loft-design-4inspiring-loft-design-5inspiring-loft-design-6inspiring-loft-design-7inspiring-loft-design-8inspiring-loft-design-9


Fyrir þá sem elska Barokk - eins og ég:)

Barokk er einn af mínum uppáhalds stílum þegar kemur að því að innrétta.  Ýkt, blómalaga formin og augljósu smáatriðin sem skapa drama, spennu og glæsileika. Hvert húsgagn er eins og listaverk sem stendur eitt og sér. Það sem einkennir barokk stílinn er enn fremur flókin form, speglarnir eru útskornir og rúm og skápar eru mjög stórir. Mér finnst æðislegt að blanda saman barokk og nútíma húsgögnum og leyfa hverjum hlut að njóta sín. Einlit veggfóður með blómamynstri finnst mér svakalega smart með t.d fallegum stól í barokk stíl. Svo eru ljósakrónurnar sem setja punktinn yfir i-ið.  Nammi namm, kíkið á myndirnar.

Floor-Lamp-lend-a-Touch-of-Glamour-to-Luxurious-Interioar-Stylebaroque-style-design-6baroque-style-design-4baroque-style-furniture1baroque-style-design-33574075717_0205a65368baroque2imagemodbar07warwick


Nýtt "showroom" Moooi í London

Hönnunarrisinn Moooi hefur nýverið opnað dyrnar að flottum sýningarsal sínum og höfuðstöðvum að Portobello Dock í London.  Nýji salurinn mun hýsa alla helstu hönnun Moooi sem og allt það nýjasta frá þeim sem var til sýnis á sýningunni Salone de Mobile í Mílanó á Ítalíu síðastliðið vor.

iconic-products-moooimarcel-wanders-iconic-productsmoooi-interior-londonmoooi-showroom-londonpermanent-showroom-moooimoooi1A


"Heimilislegar" skrifstofur SPANX.

Fyrirtækið Spanx, sem selur aðhaldsbuxurnar fyrir konur, flutti í fyrra í glænýja skrifstofubyggingu sem hönnuð var af fyrirtækinu Tvsdesign. Þetta eru engar venjulegar skrifstofur og þykir sumum nóg um íburðinn. Við hönnunina var lögð áhersla á að hafa vinnustaðinn eins heimilislegan og unnt væri og ef marka má myndirnar hér að neðan er eins og það sé alls ekki um skrifstofur að ræða.  Fundarborðin eru í opnum rýmum og er ekkert þeirra eins. Þau líkjast helst eldhús/borðstofuborðum með miklar ljósakrónur fyrir ofan. Eldhúsið er líka eins og heima eldhús. Hönnuðir reyndu að ná fram fremur "stelpulegu" útliti, en fyrir fullorðna.

298384-P_3185_000_001285164-P_3185_000_008297014-P_3185_000_006286450-P_3185_000_012291434-P_3185_000_011291489-P_3185_000_016291927-P_3185_000_020


Arkitektúr sem segir sex!

Vitra er safn sem sýnir húsgögn/verk eftir fræga hönnuði og arkitekta. Nýjasta viðbót safnsins var opnuð árið 2010 í Weil am Mein, Þýskalandi. Það eru arkitektarnir Herzog & Meuron sem eiga heiðurinn af verkinu og ber það glögglega þess merki. Þema hússins er bogadregnar línur sem og upphleðsla rýma, sem gjarnan einkennir arkitektúr þessara snillinga. Safnið skiptist í 12 byggingar/hús sem eru hlaðin upp á hvert annað og mynda þannig 5 hæðir.  Stigi sem minnir á orm, hringar sig í gegnum öll rýmin og tekur gesti í frábæran útsýnistúr þar sem skemmtilegar uppákomur verða sífellt á vegi þeirra. Safnið samanstendur af opnu móttökusvæði miðsvæðis, ráðstefnusal, sýningarsal, verslun og kaffihúsi með útgengi á verönd. Allir veggir eru hvítir svo að sýningahlutir fái sem best notið sín. Allt í kringum safnið er falleg náttúran sem gaman er að njóta á daginn en þegar kvölda tekur og dimmir þá lýsast rýmin innandyra upp og verða áberandi í umhverfinu.  Þetta er sannkallaður "Secret World" að sögn arkitektanna sjálfra, Herzog & Meuron. Látum myndirnar tala;)

4_VitraHaus_5163_0000EF2B299239-VitraHaus_2631_0000EF181266691103-hdm-vitra-10-01-2877-333x5001266691393-294-ci-0703-007-528x373302845-VitraHaus_2721_0000EF1B


Gaman í baði

Baðherbergi hafa lengi verið eitt af mínum uppáhaldsviðfangsefnum þegar kemur að hönnun. Mér finnst mjög mikilvægt að þau séu vel hönnuð og hafi allt til að bera svo fólki líði vel inná þeim. Við eyðum jú dágóðum tíma þar á degi hverjum. Lýsing er gífurlega mikilvæg og nauðsynlegt að hægt sé að velja birtustig eins og í hverju öðru rými. Gott er að hafa mikla og góða birtu þegar maður athafnar sig við spegilinn en jafnframt er notalegt að hafa dimmara þegar maður legst og slakar á í baðinu.  Hér eru nokkur sýnishorn af fallegum baðherbergjum.

baignoire-stone-one-just-animals-zebra-aquamasstres%20petite%20taille%20pr%20articleModern-Small-Bathroom-Shower-DesignimagesCAJKEWR4


Árið kvatt

Nú er árið 2010 senn á enda og þegar við lítum yfir farinn veg þá sjáum við að aðaláherslur í hönnun á árinu voru munstur, veggfóður, sterkir litir svo sem túrkisliturinn og endurnýjun gamalla hluta eða húsgagna var áberandi.  Hér eru nokkur sýnishorn frá hönnun síðasta árs og svo verður fróðlegt að sjá nýjustu "trendin"  fyrir árið 2011.  Þá munu náttúrulegir litir koma sterkir inn sem og djúpir sterkir litir, dökk gráir, súkkulaði brúnir, dimm fjólubláir, saphír bláir og djúp rauðir. En það er ég viss um að contemporary-cushionscontemporary-sofas-designcool-fabric-for-modern-interior-design-ideascushion-covers-designharmonious-and-stylish-interior-designwall-decorating-with-simple-wallpaperguli og túrkis eru ekkert á förum;)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband