Ein geggjuð í vintage stíl
1.5.2012 | 12:02
Iðnaðarvörur og skreytingar virðast vera mjög heitar í hönnun í dag. Það er ekki lengur litið á þær sem kuldalegar og óvistlegar, heldur sem rómantískar og flottar. Hér er íbúð sem sýnir hvernig þessir hlutir njóta sín vel meðal gamalla húsgagna og antikmuna og skapa virkilega notalegt heimili.
Rýmin í þessari íbúð eru mjög stór og veggir og gólf hafa verið máluð hvít. Þetta hafa eigendur gert til að láta herbergin virðast enn stærri en þau eru. Þeir hafa valið hluti sem eiga að njóta sín í stóru, ljósmáluðu rýmunum til að einblína á hvern hlut fyrir sig.Það er hátt til lofts og það ítrekar enn fremur tenginguna við iðnaðinn. Öll gólf nema í svefnherberginu eru hvítmáluð, þar hefur verið notaður mildur grænn litur til að skapa meiri hlýju og gangurinn hefur verið lagður flísum í mildum pastellitum. Þeir litir eru notaðir gegnumgangandi um allt húsið.
Hvað húsgögnin varðar, þá eru notaðir margvíslegir hlutir úr stáli, endurunna og handgerða hluti má líka sjá og mikið af gömlum hlutum. Þetta er hús með sterkum persónuleika og framúrskarandi hönnun. Þetta er ekki hefðbundið heimili heldur má sjá blöndu af hinum ýmsu stílum þar sem iðnaður og antík blandast saman og spila stórt hlutverk.
Enjoy :)
-
industrial-vintage-interior-design.jpg
-
industrial-vintage-interior-design1.jpg
-
industrial-vintage-interior-design2.jpg
-
industrial-vintage-interior-design3.jpg
-
industrial-vintage-interior-design4.jpg
-
industrial-vintage-interior-design5.jpg
-
industrial-vintage-interior-design6.jpg
-
industrial-vintage-interior-design7.jpg
-
industrial-vintage-interior-design9.jpg
-
industrial-vintage-interior-design10.jpg
-
industrial-vintage-interior-design11.jpg
-
industrial-vintage-interior-design12.jpg
-
industrial-vintage-interior-design13.jpg
-
industrial-vintage-interior-design14.jpg
-
industrial-vintage-interior-design15.jpg
-
industrial-vintage-interior-design16.jpg
-
industrial-vintage-interior-design17.jpg
-
industrial-vintage-interior-design18.jpg
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flott íbúð í "vintage" stíl.
26.10.2011 | 13:42
Látum myndirnar tala sínu máliJ















Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heima vinnustofa
9.9.2011 | 16:25


![hemma_hos_Marie_Olsson_Nylander_3_0[1] hemma_hos_Marie_Olsson_Nylander_3_0[1]](/tn/300/users/4c/evainterior/img/hemma_hos_marie_olsson_nylander_3_0_1.jpg)







Umfram allt skiptir máli að manni líði vel við vinnu heima hjá sér. Mikilvægt er að velja borð í réttri hæð og góðan stól með mjúkri sessu og baki. Þá er mikilvægt að hafa nægt geymslurými fyrir blöð og bækur og annað tilfallandi. Vinnurýmið þarf ekki að vera kuldalegt eða tómlegt heldur er margt hægt að gera skemmtilegt til að lífga uppá það. Hér má sjá ýmsar skemmtilegar hugmyndir.





![Apartmant Therapy, Arbetsrum 1_thumb[2] Apartmant Therapy, Arbetsrum 1_thumb[2]](/tn/300/users/4c/evainterior/img/apartmant_therapy_arbetsrum_1_thumb_2.jpg)
![Arbetsrum, Apartment Therapy_thumb[2] Arbetsrum, Apartment Therapy_thumb[2]](/tn/300/users/4c/evainterior/img/arbetsrum_apartment_therapy_thumb_2.jpg)
![Arbetsrum, Decor8_thumb[2] Arbetsrum, Decor8_thumb[2]](/tn/300/users/4c/evainterior/img/arbetsrum_decor8_thumb_2.jpg)
![Arbetsrum, Ideas to steal via Chictip_thumb[2] Arbetsrum, Ideas to steal via Chictip_thumb[2]](/tn/300/users/4c/evainterior/img/arbetsrum_ideas_to_steal_via_chictip_thumb_2.jpg)
![Arbetsrum, My Ideal Home_thumb[2] Arbetsrum, My Ideal Home_thumb[2]](/tn/300/users/4c/evainterior/img/arbetsrum_my_ideal_home_thumb_2.jpg)

Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ungbarnaherbergi
11.8.2011 | 10:05
Það er kannski ekki eins algengt á Íslandi eins og í t.d Ameríku að við útbúum herbergi eða "nursery" fyrir hvítvoðunginn okkar áður en hann kemur heim af fæðingardeildinni. Við höfum oft rimlarúmið hans eða vögguna bara inni hjá okkur fyrst um sinn og svo þegar hann stækkar fær hann annað rúm í herbergið sitt. Þó eru nú sumir sem setja barnið strax í eigið herbergi og eru búnir að nostra vel við það. Það þarf þó að passa sig á að herbergið standist tímans tönn og við megum ekki gleyma því að barnið okkar stækkar hratt og þarfir þess breytast líka hratt. Því þarf að huga vel að hönnun herbergisins svo það eldist vel með barninu og ekki þurfi að kollvarpa öllu eftir nokkra mánuði, kaupa önnur húsgögn eða setja nýjar gardínur eða eða eða, í mesta lagi skipta um rúm... Hér eru nokkrar fallegar myndir af ungbarnaherbergjum sem ég fann á netinu, enjoy:)
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sænsk sjúklegheit
23.5.2011 | 21:10












Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Úff, bálskotin í þessari....
25.4.2011 | 16:50
Þessi sjúklega sæta íbúð er ekki nema 87 fermetrar og er til sölu í Gautaborg. Mér finnst hún algert æði! Fallegt ljóst umhverfi og mikið af rosalega fallegum hlutum sem prýða. Kíkið á!:)
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
New York íbúð
10.4.2011 | 22:15
Ég rakst á þessa svarthvítu íbúð á vafri mínu á netinu. Svarta og hvíta munstrið er notað í öll herbergin, ýmist sem veggfóður eða gardínur og gefur skemmtilegt heildarútlit. Ég er ekki eins hrifin af sjóræningja þemanu en engu að síður gaman að sjá þessa íbúð. Gæti gefið sumum hugmyndir:)
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hönnun barnaherbergisins
26.3.2011 | 14:14
Hönnun barnaherbergisins er eitt af því skemmtilegasta sem margir fást við. Oft eru barnaherbergi frekar lítil og þá er margt sem þarf að hafa í huga ef útkoman á að verða góð. Hér eru nokkur góð ráð fyrir ykkur sem eruð í þessum hugleiðingum.
- Mikilvægt er að hafa barnið með í ráðum og leyfa því að taka þátt því það á jú eftir að verja mestum tíma í herberginu sínu og mikilvægt að því líði vel þar.
-Veljið þema fyrir herbergið. Það er t.d gert út frá áhugamálum barnsins. Hverjir eru uppáhalds litirnir? Uppáhalds bækur, munstur os.frv. Þegar búið er að ná samkomulagi um það, þá eru valdir grunnlitir á herb., veggi, loft, gólf. Hafa ber þessa sömu liti ávallt í huga þegar valið er t.d veggfóður, gluggatjöld eða annað sem skipar stóran sess í herberginu. Gaman er að velja bjarta og skæra liti en hafa ber þó í huga að ofgera ekki, heldur reyna að hafa litaþema eins einfalt og mögulegt er. Svo er skreytt með fjölda smáhluta.
-Ef herbergið er frekar lítið að flatarmáli er mjög mikilvægt að nota lofthæðina sem mest. Það er gert t.d með því að hafa koju, jafnvel þó að aðeins eitt barn eigi herbergið, neðri hluta kojunnar má alltaf nota fyrir alla bangsana, púða eða bara fyrir næturgesti. Gott er að hafa geymslu undir rúminu fyrir leikföng, skótau eða hvað sem er. Það safnast hvort eð er alltaf bara ryk undir rúm!!:) Gott er að setja háa bókahillu eða önnur húsgögn sem nota lítið gólfpláss. Ef málaðar eru lóðréttar strípur á vegginn eða notuð röndótt veggfóður með lóðréttum línum, sýnist herbergið stærra. Hurðarlausir fataskápar eða skápar með gegnsæjum hurðum hafa líka stækkandi áhrif en þá er mikilvægt að raða vel í skápinn:) Gæta skal þess að láta ekki há húsgögn standa og nálægt eða fyrir glugga, það hindra birtuna í að komast inn. Sniðugt er að hafa lága hillu eða bekk undir glugga.
-Mikilvægt er að hafa myrkvatjöld í herberjum unganna okkar svo þau sofi vel á björtum sumrum. Hver kannast ekki við þessa setningu:" Mamma, það er ekki nóttin úti núna, ég þarf ekki að fara að sofa!":) Svo er gott að hafa líka falleg gluggatjöld sem hægt er að draga frá og fyrir, og þá er gott að þau nái alveg frá lofti og niður á gólf því þá virkar lofthæðin meiri.
-Gott er að ákveða einn stað í herberginu sem er aðal aðdráttarafl rýmisins. T.d einn vegg eða hluta úr vegg þar sem t.d litlu listaverkunum eða öðru dýrmætu er komið fyrir. Gott er að velja úr fjölda myndanna og reyna að velja myndir með þemalitunum. Ef barnið vill hengja upp allar myndirnar er hægt að semja um að skipta þeim út endrum og eins.
-Lýsing er mikilvæg í barnaherberginu eins og í öðrum herbergjum. Mikilvægt er að geta skapað mismunandi andrúmsloft og bjóða upp á ýmsa birtumöguleika. Auk loftlýsingar er gott að hafa náttborðslampa, vegg,- og/eða gólflampa.
Umfram allt er það samt sem áður öryggi barnsins sem hafa ber í huga og passa að það sé áhættulaust fyrir barnið að verja tíma í herberginu sínu:)
Hér eru nokkur falleg barnaherbergi.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Geggjaður veitingastaður í Kína!
9.3.2011 | 22:04
Þessi óvenjulegi veitingastaður heitir Honeycomb og er í Kína. Eins og svo margir veitingastaðir þar er honum skipt niður í svæði, fyrir stærri hópa, sérstök VIP svæði o.s.frv. Mikilfengleg holótt skilrúm eru notuð til að skipta staðnum niður og gefa þau honum skemmtilegan svip. Hvít, stór skilrúm eru notuð í kringum stærri svæði eða rými og minni, gegnsæ akrílskilrúm eru notuð kringum minni svæðin. Einu litirnir sem sjást eru grár á gólfflísum, hvítur á veggjum og svo kryddar rauði liturinn sem er á dúkum og stólaáklæðum. Skemmtilegur og öðruvísi staður sem gaman væri að heimsækja:))
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hótel, svakalega flott hönnun.
24.2.2011 | 16:45
Ég er mikil hótel áhugamanneskja og finnst æðislegt að spá í hönnun hótela enda mikið til af einstaklega flottum hótelum um allan heim. Þetta er eitt af mínum uppáhalds, það heitir W Hotel og er staðsett í Atlanta. Það er hannað af kanadískum arkitektum og er lúxushótel þar sem náttúran spilar mikið inní. Mikil áhersla var lögð á mismunandi efni og áferðir við hönnunina og fengnir voru sérstakir listamenn til að skapa ýmis mikilfengleg listaverk inní rýmin. Þetta gerir það að verkum að gestir hótelsins upplifa sig eins og þeir séu staddir í listagalleríi. Hönnunin spannar áhrif frá heimi tískunnar, tónlistar, skemmtanalífsins, hönnunar og arkitektúrs allt í bland. Skemmtileg áhrif túrkíslitarins finnst mér, með hinum brúnu og vínrauðu tónunum.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)