Ein geggjuð í vintage stíl

Iðnaðarvörur og skreytingar virðast vera mjög heitar í hönnun í dag. Það er ekki lengur litið á þær sem kuldalegar og óvistlegar, heldur sem rómantískar og flottar. Hér er íbúð sem sýnir hvernig þessir hlutir njóta sín vel meðal gamalla húsgagna og antikmuna og skapa virkilega notalegt heimili.

Rýmin í þessari íbúð eru mjög stór og veggir og gólf hafa verið máluð hvít. Þetta hafa eigendur gert til að láta herbergin virðast enn stærri en þau eru. Þeir hafa valið hluti sem eiga að njóta sín í stóru, ljósmáluðu rýmunum til að einblína á hvern hlut fyrir sig.Það er hátt til lofts og það ítrekar enn fremur tenginguna við iðnaðinn. Öll gólf nema í svefnherberginu eru hvítmáluð, þar hefur verið notaður mildur grænn litur til að skapa meiri hlýju og gangurinn hefur verið lagður flísum í mildum pastellitum. Þeir litir eru notaðir gegnumgangandi um allt húsið.

Hvað húsgögnin varðar, þá eru notaðir margvíslegir hlutir úr stáli, endurunna og handgerða hluti má líka sjá og mikið af gömlum hlutum. Þetta er hús með sterkum persónuleika og framúrskarandi hönnun. Þetta er ekki hefðbundið heimili heldur má sjá blöndu af hinum ýmsu stílum þar sem iðnaður og antík blandast saman og spila stórt hlutverk.

Enjoy :)


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband