Flott íbúð í "vintage" stíl.

Hér er ótrúlega falleg íbúð frá 1970 sem er í eigu sænska hjóna sem bæði eru innanhússarkitektar. Húsið hafði staðið autt í 30 ár áður en hjónin festu kaup á því. Þau gerðu íbúðina upp á einstaklega spennandi hátt, blanda saman hreinum , léttum línum og þungum, gömlum eða „vintage“ hlutum sem skipa flottan sess í annars ljósu umhverfinu. Þarna má sjá sófa eftir Cini Boeri og Vico Magistretti, ljós eftir Ingo Maurer, Achille Castiglioni, og Anglepoise. Stólarnir eftir Poul Nørreklit, Harry Bertoia og Charles og Ray Eames. Þarna virðist vera eitthvað fyrir alla, tímabilum í hönnunarsögunni er blandað saman, litirnir og stíllinn skapa mjög hlýja og kósý stemmingu.  Margt af innanstokksmununum eru keyptir á mörkuðum eða uppboðum en það gerir íbúðina svo skemmtilega og fulla af sögu.Flotti stiginn í miðri stofunni er gamall og úr járni og hann keyptu hjónin af gömlum flugmanni sem þau hittu fyrir tilviljun á leið sinni um hverfið. Hann er í uppáhaldi hjá mér.

Látum myndirnar tala sínu máliJ

12345667891011131415

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband