Ungbarnaherbergi
11.8.2011 | 10:05
Það er kannski ekki eins algengt á Íslandi eins og í t.d Ameríku að við útbúum herbergi eða "nursery" fyrir hvítvoðunginn okkar áður en hann kemur heim af fæðingardeildinni. Við höfum oft rimlarúmið hans eða vögguna bara inni hjá okkur fyrst um sinn og svo þegar hann stækkar fær hann annað rúm í herbergið sitt. Þó eru nú sumir sem setja barnið strax í eigið herbergi og eru búnir að nostra vel við það. Það þarf þó að passa sig á að herbergið standist tímans tönn og við megum ekki gleyma því að barnið okkar stækkar hratt og þarfir þess breytast líka hratt. Því þarf að huga vel að hönnun herbergisins svo það eldist vel með barninu og ekki þurfi að kollvarpa öllu eftir nokkra mánuði, kaupa önnur húsgögn eða setja nýjar gardínur eða eða eða, í mesta lagi skipta um rúm... Hér eru nokkrar fallegar myndir af ungbarnaherbergjum sem ég fann á netinu, enjoy:)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.