Hönnun barnaherbergisins

Hönnun barnaherbergisins er eitt af því skemmtilegasta sem margir fást við. Oft eru barnaherbergi frekar lítil og þá er margt sem þarf að hafa í huga ef útkoman á að verða góð.  Hér eru nokkur góð ráð fyrir ykkur sem eruð í þessum hugleiðingum.

- Mikilvægt er að hafa barnið með í ráðum og leyfa því að taka þátt því það á jú eftir að verja mestum tíma í herberginu sínu og mikilvægt að því líði vel þar.

-Veljið þema fyrir herbergið. Það er t.d gert út frá áhugamálum barnsins. Hverjir eru uppáhalds litirnir? Uppáhalds bækur, munstur os.frv.  Þegar búið er að ná samkomulagi um það, þá eru valdir grunnlitir á herb., veggi, loft, gólf. Hafa ber þessa sömu liti ávallt í huga þegar valið er t.d veggfóður, gluggatjöld eða annað sem skipar stóran sess í herberginu. Gaman er að velja bjarta og skæra liti en hafa ber þó í huga að ofgera ekki, heldur reyna að hafa litaþema eins einfalt og mögulegt er. Svo er skreytt með fjölda smáhluta.

-Ef herbergið er frekar lítið að flatarmáli er mjög mikilvægt að nota lofthæðina sem mest. Það er gert t.d með því að hafa koju, jafnvel þó að aðeins eitt barn eigi herbergið, neðri hluta kojunnar má alltaf nota fyrir alla bangsana, púða eða bara fyrir næturgesti. Gott er að hafa geymslu undir rúminu fyrir leikföng, skótau eða hvað sem er. Það safnast hvort eð er alltaf bara ryk undir rúm!!:) Gott er að setja háa bókahillu eða önnur húsgögn sem nota lítið gólfpláss. Ef málaðar eru lóðréttar strípur á vegginn eða notuð röndótt veggfóður með lóðréttum línum, sýnist herbergið stærra.  Hurðarlausir fataskápar eða skápar með gegnsæjum hurðum hafa líka stækkandi áhrif en þá er mikilvægt að raða vel í skápinn:) Gæta skal þess að láta ekki há húsgögn standa og nálægt eða fyrir glugga, það hindra birtuna í að komast inn. Sniðugt er að hafa lága hillu eða bekk undir glugga.

-Mikilvægt er að hafa myrkvatjöld í herberjum unganna okkar svo þau sofi vel á björtum sumrum. Hver kannast ekki við þessa setningu:" Mamma, það er ekki nóttin úti núna, ég þarf ekki að fara að sofa!":) Svo er gott að hafa líka falleg gluggatjöld sem hægt er að draga frá og fyrir, og þá er gott að þau nái alveg frá lofti og niður á gólf því þá virkar lofthæðin meiri.

-Gott er að ákveða einn stað í herberginu sem er aðal aðdráttarafl rýmisins. T.d einn vegg eða hluta úr vegg þar sem t.d litlu listaverkunum eða öðru dýrmætu er komið fyrir. Gott er að velja úr fjölda myndanna og reyna að velja myndir með þemalitunum. Ef barnið vill hengja upp allar myndirnar er hægt að semja um að skipta þeim út endrum og eins.

-Lýsing er mikilvæg í barnaherberginu eins og í öðrum herbergjum. Mikilvægt er að geta skapað mismunandi andrúmsloft og bjóða upp á ýmsa birtumöguleika. Auk loftlýsingar er gott að hafa náttborðslampa, vegg,- og/eða gólflampa.

Umfram allt er það samt sem áður öryggi barnsins sem hafa ber í huga og passa að það sé áhættulaust fyrir barnið að verja tíma í herberginu sínu:)

Hér eru nokkur falleg barnaherbergi.

kids-room-girls-bedrum1_jpg_Thumbnail2kids-roombedroom-design-for-childrengirls-bedroom-furniturePhoto7


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúleg flott nú þarf maður bara að finna sér krakka til að gera svona herbergi fyrir :o) :o) Rosa gaman að lesa bloggið þitt Eva ég fylgist alltaf með því síðan ég rakst óvænt á það fyrir jólin :o) Fullt af flottum fróðleik. Ég elska flotta hönnun og skemmtilgar lausnir sem að manni myndi aldrei detta í hug sjálfum. Sjálf er ég að mála og teikna portretta, rosa gaman ;o) Kv og góða helgi Fjóla Jóns

Fjóla Jóns (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 19:31

2 identicon

Takk fyrir það Fjóla:) Gaman að fá komment frá svona flottu fólki;)

Eva (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband