Hótel, svakalega flott hönnun.

Ég er mikil hótel áhugamanneskja og finnst æðislegt að spá í hönnun hótela enda mikið til af einstaklega flottum hótelum um allan heim. Þetta er eitt af mínum uppáhalds, það heitir W Hotel og er staðsett í Atlanta. Það er hannað af kanadískum arkitektum og er lúxushótel þar sem náttúran spilar mikið inní. Mikil áhersla var lögð á mismunandi efni og áferðir við hönnunina og fengnir voru sérstakir listamenn til að skapa ýmis mikilfengleg listaverk inní rýmin. Þetta gerir það að verkum að gestir hótelsins upplifa sig eins og þeir séu staddir í listagalleríi. Hönnunin spannar áhrif frá heimi tískunnar, tónlistar, skemmtanalífsins, hönnunar og arkitektúrs allt í bland. Skemmtileg áhrif túrkíslitarins finnst mér, með hinum brúnu og vínrauðu tónunum.

W-Hotel-downtown-Atlanta-by-Burdifilek-02-550x733W-Hotel-downtown-Atlanta-by-Burdifilek-03-550x733W-Hotel-downtown-Atlanta-by-Burdifilek-06-550x495W-Hotel-downtown-Atlanta-by-Burdifilek-05-550x733W-Hotel-downtown-Atlanta-by-Burdifilek-04-550x298W-Hotel-downtown-Atlanta-by-Burdifilek-08-550x489W-Hotel-downtown-Atlanta-by-Burdifilek-07-550x411W-Hotel-furniture-installation-550x733W-Hotel-bedroom-interior-design-550x411W-Hotel-double-bedroom-interior-design-550x333W-Hotel-bedroom-interior-550x345W-Hotel-bathroom-interior-design-550x411


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband