Pípulagningarör fá nýja þýðingu hjá Diesel í Tókyó

Það er svo gaman þegar jafn ómerkilegir hlutir og pípulagningar plaströr fá nýtt hlutverk. Þessi skemmtilega Diesel verslun í Tókyó er hönnuð á mjög skemmtilegan hátt. Þema hönnunarinnar er "Göngutúr í náttúrunni" þar sem búið er að mynda tré úr rörunum sem teygir anga sína um alla verslunina þannig að greinar þess þekja bæði loft og veggi. "Tréð" ásamt lýsingunni í versluninni gefa rosalega skemmtilega sýn á bæði viðargólfið og steypuveggi verslunarinnar og myndar flotta skugga. Þegar litið er til lofts, sem er svart á lit, gefa hvítar greinar "trésins" líka skemmtilegan contrast.suppose-design-diesel-denimdiesel-denim-gallerynature-factorystore-installationsuppose-desig

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjör SNILLD!! :o)

Fjóla Jóns (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 11:51

2 identicon

Já, þetta er geggjað finnst mér:)

Eva (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband