Vöruhúsi breytt í íbúð
23.1.2011 | 19:50
Í Vancouver í Kanada hefur gömlu vöruhúsi frá árinu 1907, verið breytt í æðislega"loft" íbúð. Óskir ungu fjölskyldunnar sem húsið eignuðust, voru að breyta því úr gömlu vöruhúsi í nútímalega, hlýlega og kósý íbúð. Aðal áhersla við hönnunina var að útbúa 3 svefnherbergi í rýminu þar sem bein birta komst aðeins inn í hana á endunum. Lausnin varð sú að gera renniveggi sem hægt var að renna fyrir á kvöldin og mynda herbergi, en annars er íbúðin öll opin. Það flottasta við þessa íbúð er án efa dökkur stiginn sem sker sig úr í annars hvítu rýminu og viðar veggirnir sem umlykja svefnherbergin til að ná fram hlýlegum áhrifum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.