Arkitektúr sem segir sex!

Vitra er safn sem sýnir húsgögn/verk eftir fræga hönnuði og arkitekta. Nýjasta viðbót safnsins var opnuð árið 2010 í Weil am Mein, Þýskalandi. Það eru arkitektarnir Herzog & Meuron sem eiga heiðurinn af verkinu og ber það glögglega þess merki. Þema hússins er bogadregnar línur sem og upphleðsla rýma, sem gjarnan einkennir arkitektúr þessara snillinga. Safnið skiptist í 12 byggingar/hús sem eru hlaðin upp á hvert annað og mynda þannig 5 hæðir.  Stigi sem minnir á orm, hringar sig í gegnum öll rýmin og tekur gesti í frábæran útsýnistúr þar sem skemmtilegar uppákomur verða sífellt á vegi þeirra. Safnið samanstendur af opnu móttökusvæði miðsvæðis, ráðstefnusal, sýningarsal, verslun og kaffihúsi með útgengi á verönd. Allir veggir eru hvítir svo að sýningahlutir fái sem best notið sín. Allt í kringum safnið er falleg náttúran sem gaman er að njóta á daginn en þegar kvölda tekur og dimmir þá lýsast rýmin innandyra upp og verða áberandi í umhverfinu.  Þetta er sannkallaður "Secret World" að sögn arkitektanna sjálfra, Herzog & Meuron. Látum myndirnar tala;)

4_VitraHaus_5163_0000EF2B299239-VitraHaus_2631_0000EF181266691103-hdm-vitra-10-01-2877-333x5001266691393-294-ci-0703-007-528x373302845-VitraHaus_2721_0000EF1B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband