Máttur hillunnar

Hillur gegna ekki eingöngu hlutverki geymslu bóka og fleiri hluta heldur eru þær oft á tíðum hið mesta stáss og augnakonfekt. Þær eru líka oft punkturinn yfir i-ið við lok hönnunar á rými. Það eru ótal útfærslur til á hillum, eftir lögun, litum og efnum. Hér eru nokkur flott sýnishorn og munið að flest allt má láta smíða fyrir sig án nokkurra vandkvæða;)

Fyrsta myndin sýnir fallega hvíta hillu með gler rennihurðum sem hægt er að draga fyrir og frá. Þriðja myndin sýnir hillu þar sem upphafspunktur hönnunar hefur verið hjartalínurit, skemmtileg útfærsla það. Á mynd nr. 4 sjáum við hillu sem vísar í bókstafinn X og út úr því myndast misstór rými fyrir misstóra hluti. Á síðustu myndinni sjáum við hillu sem líkist geitungabúi og er gerð úr marmara, aha þið lásuð rétt, Marmara! Hvernig hægt er að færa þessa á milli rýma er ofar mínum skilningi. Skemmtileg hugsun samt sem áður:)3680693740_002500fa76_omodern-interior-inspiration-from-former-550x299picture-112-400x233Unique-bookcase-designshelf200difshelving


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottar hugmyndir og skemmtilegt blogg

Sigga (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 21:08

2 identicon

Gaman að skoða.

Veistu nokkuð hvar ég fæ hringlaga bókahillu? Svona til að hengja á veg. Hef séð hana í hönnunarblöðum en veit ekki hvernig á að nálgast slíka.

Anna Karen Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 22:58

3 identicon

Vegg að sjálfsögðu ;)

Anna Karen Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 23:00

4 identicon

Anna, ef þú ert að meina "Bookworm" hilluna http://www.livbit.com/article/2009/08/05/bookworm-shelf-holds-book-artistically/  þá hefur hún fengist í Epal. Mér finnst hún æði!:)

Eva

Eva (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 23:52

5 identicon

Já Eva! Akkúrat hillan, takk fyrir þetta. Kíki í Epal :)

Anna Karen Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 14:38

6 identicon

Ekki málið, vonandi færðu hana, hún er svo flott!:)

Eva (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband