Fallegt og fágað
7.12.2010 | 14:38
Grátt, silfur og koparlitt er flottur kostur fyrir þá sem eru minna litaglaðir. Útskornir speglar og myndarammar ásamt veglegum ljósakrónum skapa skemmtilegt andrúmsloft sem minnir okkur á hinn fallega rókokóstíl. Á mynd nr. 2 ,þar sem í fyrstu virðist vera stór gluggi,er búið að hengja efni á vegg og spegil þar yfir. Þetta getur oft komið mjög vel út.
Mjög kósý er að klæða heimilið með hlýjum ullarpúðum og teppum í vetrarkuldanum. Það ætti ekki að vera erfitt fyrir allar prjónakonur landsins að prjóna nokkur stykki púða áklæði í fallegum gráum tónum til að skreyta sófa og stóla með:)
Athugasemdir
Svona verður svefnherbergið okkar í Kalíforníu :) !!! mjög töff...
Andrés Björnsson (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 18:29
Svo fallegt, er alveg að fíla þetta!! :)
Jóna Björk (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.