Flott hönnun - Vínrekkar

5244_750x450Eitt af mínum uppáhalds viðfangsefnum eru vínrekkar. Þeir fást í hinum ýmsu myndum út úr búð en svo er hægt að hanna ýmsar útfærslur sem geta oft komið mjög skemmtilega út.

Hér á myndinni til hliðar er t.d búið að útbúa hálfgerðan skúlptúr inní vegg úr gleri og svo er flöskunum stungið inní.  Svo er glerhurðin dregin til hliðar til að nálgast flöskurnar. Rosalega töff hugmynd og þó að flöskurnar séu í lokuðu "rými" eru þær vel sjáanlegar og hægt er að eyða dágóðum tíma í að velja sér vín án þess að opna skápinn.

 

imagesCA77KFSJHér erum við aftur á móti með allt aðra hugmynd, WineM hafa hannað þennan frábæra rekka og hann er ekki af verri endanum.  Flöskurnar eru staðsettar í hólf sem eru lýst upp með LED lýsingu. Ljósin eru forrituð þannig að hægt er að biðja um vín eftir t.d löndum eða þrúgum eða jafnvel eftir því hvernig þau passa með mat. Þá er hver flokkur forritaður við hvern lit á ljósi. Ef þú vilt t.d vín frá Ástralíu þá kvikna t.d græn ljós í þeim hólfum sem þau vín eru geymd! Svona er tæknin orðin og svo er þetta bara svo cool:)

 

 

370x700_fitbox-010Að lokum er hér aðeins einfaldari en mjög flott hugmynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband