Jólahugleiðingar
29.11.2010 | 15:36
Nú þegar aðventan er gengin í garð fara margir að huga að því að skreyta heimilin sín. Ég er ekki ein af þeim sem fylla húsið sitt af skrauti en samt finnst mér gaman að hafa virkilega fallegt jóladót í kringum mig. Hér eru hugmyndir af óhefðbundnum jólatrjám sem ég fann á vafri um netið og ætla að deila með ykkur.
Á hægri mynd hafa bókunum í bókaskápnum einfaldlega verið raðað upp á nýtt svo þær mynda svona skemmtilegt tré. Kannski ekki það allra jólalegasta en skemmtilegt samt sem áður:)
Svo er hér hugmynd að skreyta vegginn t.d með ýmsum myndum og skrauti og mynda úr því tré.
Athugasemdir
Sniðugt að raða bókunum svona, ég er akkúrat með svona bókahillu heima hjá mér. Ætla að prófa;)
Dís (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.